201425725_230185398644345_118243753783652008_n_edited_edited_edited_edited.jpg

Þjónustan

Vopnabúrið býr yfir fjórum þjónustustigum fyrir einstaklinga sem tekur á þáttum andlegs jafnt sem líkamlegs heilbrigðis skjólstæðinga. 


1. Ráðgjöf og stuðningsviðtöl auk meðferðarvinnu

2. Einka- og fjarþjálfun

3. Tómstundir sem spanna vítt róf og félagslega virkni

4. Allt undir sama hatti þar sem ofangreindir þjónustuþættir fara saman og eru í boði

  

Vopnabúrið stendur fyrir m.a. samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun, forvörnum og síðast en ekki síst skaðaminnkandi áhrifum.


Starfið er unnið á grundvelli félagsráðgjafar, atferlisfræða, valdeflingar, lausnamiðaðra- og tengslamyndandi nálgana þar sem hjálp til sjálfshjálpar er fremst í flokki. Þá fer fram meðferðarvinna þar sem unnið er með hinar ýmsu nálganir sem henta hverju sinni. Samvinna við skjólstæðinga er höfð í forgrunni þar sem börnin/ungmennin eru sjálf við stýrið þar sem þau geta tekið sínar eigin ákvarðanir til að hafa áhrif á eigið líf. Þá er notast við athafnasamninga/dagssamninga, sem hafa fræðilegan grunn að sækja til atferlisfræða, sem eru hvatningar- og umbunarkerfi þar sem unnið er með daglegar athafnir og hversdagsleika skjólstæðingsins, en það fer eftir þörfinni hverju sinni hvort slíkt kerfi eigi við. Samningarnir gerir skjólstæðingum kleift að hljóta umbun fyrir vel unnin störf. Heildarsýn er höfð að leiðarljósi í hverju máli fyrir sig og öllum steinum velt upp svo vel sé gert. Þá er leitast við að vinna með þá styrkleika sem hver og einn skjólstæðingur býr yfir þar sem þeim er gert hátt til höfuðs og verða rauði þráðurinn í starfinu. Þá er ávallt horft til þess að koma enn frekara jafnvægi á milli heimilis, skóla og tómstunda og eru þar grunnþarfir skjólstæðinga fremst í flokki svefn, næring, hreyfing og félagsleg virkni.

​Starfið gengur út frá því að foreldrar/forsjáraðilar, aðstandendur og/eða umönnunaraðilar fái ráðgjöf og stuðning í hvívetna ásamt þeirri meðferðarvinnu sem hentar hverju sinni á meðan unnið er með barnið/ungmennið. Starfið byggist á þverfaglegri samvinnu og eru haldnir reglulegir samráðsfundir með lykilaðilum og þeim sem að málefnum skjólstæðingsins koma hverju sinni.

Vopnabúrið býr yfir ótæmandi tómstundum sem spanna vítt róf m.a. allar tegundir af hjólreiðum, hestamennsku, líkamsrækt af ýmsum toga, akstursíþróttir, hugarró, hugleiðsla/slökun/yoga, tónlistarvinnsla í stúdíói, rafíþróttir, pílukast, bogfimi, skák, ýmisskonar borðspil, allar boltaíþróttir og síðast en ekki síst fræðsla og kynningar frá áhrifamiklum einstaklingum.


Þá er þjónustu Vopnabúrsins skipt upp á tvenna vegu, annars vegar svokölluð styrking og hins vegar inngrip. Hvað varðar styrkingu er þörf á styrkingu inn í hversdagsrútínu, tómstundir að finna eitthvað við hæfi og samninga eftir þörfum með markmið að leiðarljósi að ná betra jafnvægi á skóla, heimili og félagslega virkni. Í þessu tilfelli er um að ræða ungmenni sem mætir ágætlega í skólann, samskiptaörðugleikar eru heima fyrir og lítil sem engin rútína og utanumhaldið ekki gott. Skiptin geta verið 1-3x í viku 2-3 klst. í senn, en skoða þarf þörfina hverju sinni. Hvað varðar inngrip er þörf á mikilli aðstoð inn í hversdagsrútínu og utanumhaldi. Í þessu tilviki er um að ræða ungmenni sem dæmi sýnir af sér ofbeldi, virkur í afbrotum, á við vímuefnavanda að stríða, sækir í slæman félagahóp og mætir illa eða ekkert í skóla. Skiptin geta verið 3-5x í viku frá 5-10 klst. á dag en fer eftir þörfinni hverju sinni.


Framkvæmdarstjóri Vopnabúrsins vinnur með skjólstæðingum og býr yfir fagþekkingu og starfar sem félagsráðgjafi Ma með víðtæka reynslu sem barnaverndarstarfsmaður, eftirlitsaðili fyrir barnavernd og áður fyrr sem lögreglumaður og einkaþjálfari. Þá er ávallt horft til þess að fagaðili með tilheyrandi menntun starfi með fjölskyldunni bæði í leik og starfi.


Starfsemi Vopnabúrsins hefur hlotið öll þau tilskilin leyfi sem krafist er og uppfyllir allar þær faglegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra úrræða t.a.m. starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitisins, rekstrarleyfi frá embætti landlæknis auk starfsleyfis frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum hvað varðar leyfi er hægt að senda tölvupóst með því að smella á Hafðu samband hnappinn hér fyrir neðan.

 

Ráðgjafa- og stuðningsviðtöl

Ráðgjöf, stuðningur auk meðferðarvinnu stýrt af fagaðila með víðtæka reynslu af barnaverndarstarfi sem fyrrum barnaverndarstarfsmaður, eftirlitsaðili og lögreglumaður. Unnið er á grunni félagsráðgjafar sem snertir á mörgum sviðum t.a.m. nálganir á sviði tengslamyndunar, valdeflingar, lausnamiðaðra nálgana svo fátt eitt sé nefnt. Þá er ávallt horft til heildarsýnar þar sem öllum steinum er velt upp.

Serious%20Conversation_edited.jpg
239521104_306071094649815_2995399893074214497_n_edited.jpg

Heilsurækt

Heilsurækt þar sem skjólstæðingar fá VIP þjálfun, einn á einn, í öruggu umhverfi þar sem þeir eru ávallt í fyrsta sæti. Þjálfarinn hefur yfir 20 ára reynslu sem slíkur og getur án efa mætt öllum. Í þjálfuninni er einnig horft til þeirra tómstunda sem skjólstæðingurinn brennur fyrir og æfingar og matarplön því sérsniðin að því að ná enn betri árangri í þeirri tómstund. Þá er fá skjólstæðingar aðgang að Vopnabúrs appi þar sem matar- og æfingarplön er að finna ásamt videóum af öllum æfingum.

Tómstundir og áhugamál

Unnið á faglegum grunni í gegnum leik og starf. Þá spanna tómstundirnar vítt róf og er því um ótæmandi lista að ræða þar sem smíðað er utan um hvern skjólstæðing fyrir sig. Allir hafa eitthvað sem þeir brenna fyrir, vilja gera meira af og ná enn frekari árangri í. Þá er leitað til fagmanna og áhrifamikilla einstaklinga í þeirri tómstund sem skjólstæðingar finna sig í þar sem þeir fá leiðbeiningar og þjálfun til að taka næsta skref lengra.

Motocross.jpg