top of page
Untitled

UM OKKUR

Björn, framkvæmdarstjóri Vopnabúrsins, setti á fót nýtt úrræði í byrjun árs 2021 fyrir einstaklinga, fjölskyldur, börn og ungmenni sem glíma við fjölþættar áskoranir í daglegu lífi. Kveikjan af þeirri hugmynd varð til vegna þess veruleika sem fjölskyldur glíma við t.a.m. miklum biðtíma eftir úrræðum, vöntun á samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun og síðast en ekki síst vöntun á sérsniðnum úrræðum fyrir hvern og einn þar sem styrkleikar einstaklinga fá að njóta sín.


Orðmerkið sjálft Vopnabúrið endurspeglar þau úrræði, lausnir og verkfærakistu sem Vopnabúrið hefur úr að bjóða til að ná fram því besta í fari einstaklinga. Þá ennfremur merkir það að kortleggja og nýta þá styrkleika til fulls sem einstaklingar búa yfir og gefa styrkleikunum sérstaka og óverðskuldaða athygli sem kallar fram vellíðan og aukna lífsorku.


Slagorð Vopnabúrsins er Nýr dagur - Ný tækifæri sem merkir að hver og einn einstaklingur fær ávallt nýjan dag og ný tækifæri til að gera betur í dag en í gær.

Þjónusta Vopnabúrsins er einstaklingsmiðuð frá A - Ö þar sem einblínt er á lausnir og samvinnu með gildum Vopnabúrsins að leiðarljósi sem eru virðing - traust & auðmýkt.

Um okkur: About
bottom of page