top of page

Vopnabúrið

Nýr Dagur Ný Tækifæri

Vopnabúrið er sérsniðið úrræði fyrir einstaklinga, börn, ungmenni og fjölskyldur sem glíma við fjölþættar áskoranir. Með áherslu á svefn, næringu, hreyfingu og félagslega virkni er unnið út frá styrkleikum hvers og eins. Markmiðið er að mæta fólki þar sem það er statt, veita valdeflandi stuðning og skapa raunhæf tækifæri til breytinga með einstaklingsmiðaðri nálgun og þverfaglegu samstarfi.

20241202_160111.jpg

Um Vopnabúrið

– Uppruni og hugsjón

Vopnabúrið var stofnað árið 2021 af Birni Má, félagsráðgjafa, lögreglumanni og einkaþjálfara. Úrræðið varð til vegna skorts á samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun og einstaklingsmiðaðri nálgun fyrir fjölskyldur og ungmenni sem þurfa stuðning.

Nafnið „Vopnabúrið“ vísar í verkfærakistu lausna sem hjálpa einstaklingum að virkja eigin styrkleika og takast á við daglegt líf með nýjum tækifærum á hverjum degi.

Fyrir hvern er Vopnabúrið?

Vopnabúrið þjónar einstaklingum og fjölskyldum sem standa frammi fyrir fjölbreyttum áskorunum, sérstaklega þeim sem eru jaðarsettir í samfélaginu.

Þar á meðal eru ungmenni með fíkni- og hegðunarvanda, skólaforðun, ofbeldishegðun og langvarandi stuðningsþarfir.

Skjólstæðingum er mætt á þeirra eigin forsendum og lögð er áhersla á jafnvægi í grunnþörfum: svefni, næringu og hreyfingu. Markmiðið er að bæta andlega og líkamlega líðan með því að byggja upp heilbrigða daglega rútínu.

20250107_155251.jpg
20241123_163000.jpg

Aðferðir og þjónustuþættir

Í Vopnabúrinu er unnið með einstaklingsáætlanir sem byggja á markmiðum og draumum hvers skjólstæðings.

Þjónustan skiptist í þrjá meginþætti:

  • Stuðningsviðtöl, ráðgjöf og meðferðarvinna

  • Einka- og fjarþjálfun með áherslu á svefn, næringu og hreyfingu

  • Tómstundir og félagsleg virkni

 

Starfið er sveigjanlegt og unnið í flæði – skjólstæðingar fá að prófa sig áfram í fjölbreyttri virkni, allt frá torfærubílakstri til tónlistarsköpunar. Þannig eflist sjálfsmynd, sjálfstraust og þekking á eigin styrkleikum.

Fagleg nálgun & samvinna

Vopnabúrið byggir á félagsráðgjöf og atferlisfræði þar sem lausnamiðaðar og valdeflandi aðferðir eru í forgrunni. Mikil áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar og að skjólstæðingar séu virkir þátttakendur í eigin vegferð.

 

Notast er við umbunar- og hvatningarkerfi sem hjálpar til við að skapa jákvæða hegðun í daglegu lífi. Samstarf við foreldra og aðstandendur er lykilatriði og haldnir eru reglulegir samráðsfundir með öllum sem að málefnum skjólstæðings koma. Öll starfsemi er í samræmi við gildandi leyfi og fagkröfur.

20241123_163122.jpg

VOPNABÚRIÐ
NÝR DAGUR - NÝ TÆKIFÆRI

Hjallahraun 4 220 Hafnarfirði

s. 770 0727

  • Facebook
  • Instagram

©2024 Allur réttur áskilinn Vopnabúrið

bottom of page