top of page
Together at the Top

Fræðsluerindið TÖFF/TOUGH - Vertu besta útgáfan af þér !!!

Expert Guidance

Fyrirlestrinum er ætlað að ná til einstaklinga sem leita eftir því að verða betri útgáfa af sér og/eða eru á rangri braut í lífinu og þurfa að breyta útaf. Sjálfsmynd og sjálfstraust er lykillinn í fyrirlestrinum þar sem einkunnarorðin VIRÐING - TRAUST & AUÐMÝKT eru í forgrunni. Farið er yfir þau verkfæri og sjálfsvinnu sem einstaklingar geta nýtt sér til framdráttar í lífinu til að ná frekara jafnvægi í leik og starfi.


Inntak fyrirlestursins eru m.a. birtingarmyndir ofbeldis, samfélagsmiðlar kostir/gallar, sjálfstraust, sjálfsmynd, sjálfsvinna ásamt virðingu/samkennd/trausti. Einstaklingar eru hvattir til þess að vilja vera besta útgáfan af sér, vera jákvæðir leiðtogar og fyrirmynd, gefa af sér til annarra og einbeita sér að því sem gefur þeim orku og vellíðan. 

Nafn fyrirlestursins #TÖFF/#TOUGH er eins konar orðaleikur, orðin hljóma eins þegar þau eru borin fram en annað hefur jákvæða merkingu en hitt neikvæða. Að vera töff getur þýtt að vera flottur og enska orðið tough merkir að eitthvað sé erfitt. Með því er verið að vísa til þess að lífið er ekki alltaf dans á rósum, við eigum öll góða og slæma daga, sama hver við erum og hvar við erum stödd á lífsleiðinni. Þá er sjálfsvinna mjög erfið fyrir marga en á sama tíma afar mikilvæg.   

„Vertu fyrirmynd, vertu leiðtogi, vertu besta útgáfan af þér og láttu gott af þér leiða, Vertu TÖFF“. 

Fræðsluerindið TÖFF/TOUGH - Vertu besta útgáfan af þér !!!: Service
bottom of page