VOPNABÚRIÐ

NÝR DAGUR - NÝ TÆKIFÆRI

223635394_330053382105242_6362058513783788775_n_edited_edited.jpg
 

Vopnabúrið varð að veruleika

Í byrjun árs 2021 varð úrræðið Vopnabúrið sett á laggirnar af honum Birni Má, félagsráðgjafa, lögreglumanni og einkaþjálfara. Kveikjan að úrræðinu varð til vegna þess veruleika sem fjölskyldur, börn og ungmenni glíma við t.a.m. löngum biðtíma eftir úrræðum, vöntun á samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun og síðast en ekki síst vöntun á sérsniðnum úrræðum fyrir hvern og einn einstakling þar sem þeim er mætt þar sem þeir eru staddir hverju sinni.

Nafnið Vopnabúrið endurspeglar þær lausnir og verkfærakistu sem úrræðið hefur úr að bjóða til að ná fram því besta í fari einstaklinga. Þá ennfremur merkir það að nýta þá styrkleika til fulls sem einstaklingar búa yfir og gera þeim hátt undir höfði. Slagorð Vopnabúrsins er Nýr dagur - Ný tækifæri sem merkir að hver og einn einstaklingur fái ávallt nýjan dag og ný tækifæri til þess að gera betur.

Úrræðinu er ætlað að mæta einstaklingum, fjölskyldum, börnum og ungmennum sem glíma við fjölþættan vanda og þá sérstaklega þeim sem eru hvað mest jaðarsettir í samfélaginu. Þá er úrræðinu t.a.m. ætlað að mæta ungmennum sem glíma við fíkni- og hegðunarvanda, skólaforðun, áhættu- og ofbeldishegðun ásamt einstaklingum sem eiga við langvarandi stuðningsþarfir að etja. Í starfinu er skjólstæðingum ávallt mætt þar sem þeir eru staddir hverju sinni á jafningjagrundvelli þar sem áherslan er lögð á grunnþarfirnar svefn, næringu og hreyfingu. Hvort sem það er aðstoð með uppsetningu á hversdagsrútínu í leik og starfi er ávallt horft til þess að koma enn frekara jafnvægi á andlegt jafnt sem líkamlegt heilbrigði skjólstæðinga.

 

Þjónustu Vopnabúrsins er skipt upp í 4 þjónustuþætti sem eru eftirfarandi:

 

  1. Ráðgjöf og stuðningsviðtöl auk meðferðarvinnu

  2. Einka- og fjarþjálfun þar sem grunnþörfunum svefn, næringu og hreyfingu er veitt sérstakri athygli

  3. Tómstundir og félagsleg virkni þar sem unnið er í flæði og allt í boði á sama tíma

  4. Allt undir sama hatti þar sem unnið er með ofangreinda þætti á sama tíma

Í starfinu er unnið mikið í flæði þar sem horft er til þess að einstaklingar geti prófað fyrir sér hinar ýmsu tómstundir þar sem þeir finna sér eitthvað við hæfi sem verður svo rauði þráðurinn í starfinu. Þá geta þau ávallt breytt útaf og sem dæmi eina vikuna fá kennslu í að aka torfærutæki og hina vikuna að útfæra tónlist og taka upp. Þetta mun kalla á aukinn þroska, visku ásamt sjálfsþekkingu og sterkari sjálfsmynd.

 

Starfið innan Vopnabúrsins er unnið fyrst og fremst á grunni félagsráðgjafar og atferlisfræða þar sem valdeflandi, lausnamiðuð- og tengslamyndandi nálganir eru í forgrunni þar sem hjálp til sjálfshjálpar er fremst í flokki. Samvinna við skjólstæðinga er lykillinn í starfinu og höfð í forgrunni þar sem skjólstæðingar upplifa sig sjálfa við stýrið þar sem þeir geta tekið sínar eigin ákvarðanir til að hafa áhrif á eigið líf. Þá er notast við umbunar- og hvatningakerfi í starfinu og fer það eftir hentugleika hverju sinni og hvort þörfin sé fyrir slíku kerfi. Umbunar- og hvatningakerfi sem notast er við eru athafnasamningar eða svokallaðir dagssamningar sem hafa fræðilegan grunn að sækja til atferlisfræða, þar sem unnið er með daglegar athafnir og hversdagsleika skjólstæðingsins. Það gerir þeim kleift að hljóta umbun fyrir vel unnin störf.

 

Heildarsýn er höfð að leiðarljósi í hverju máli fyrir sig þar sem öllum steinum er velt upp svo allir hlutaðeigandi aðilar rói á sömu mið. Rauði þráðurinn í starfinu eru styrkleikar skjólstæðingsins þar sem þeim er veitt enn frekari athygli og gert hátt undir höfði. Þar er leitast eftir því að skjólstæðingar nái meiri árangri í því sem þeir elska að gera. Þá er ávallt horft til þess að koma enn frekara jafnvægi á milli heimilis, skóla og tómstunda og eru þar grunnþarfir skjólstæðinga fremst í flokki svefn, næring, hreyfing og félagsleg virkni.

​Starfið gengur út frá því að foreldrar/forsjáraðilar, aðstandendur og/eða umönnunaraðilar fái veittan stuðning í formi ráðgjafar- og stuðningsviðtala á meðan unnið er með barnið/ungmennið og meðferðarvinnu eftir þörfum hverju sinni. Starfið byggist á þverfaglegri samvinnu og eru haldnir reglulegir samráðsfundir með lykilaðilum og þeim sem að málefnum skjólstæðingsins koma hverju sinni. Í Vopnabúrinu er horft til þess að einungis fagmenntaðir einstaklingar starfi með skjólstæðingum sem búa yfir fagþekkingu og reynslu þegar kemur að málefnum barnafjölskyldna.

 

Starfssemi Vopnabúrsins hefur hlotið öll tilskilin leyfi sem krafist er og uppfyllir allar þær faglegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra úrræða og má þar nefna starfsleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu, rekstrarleyfi frá Embætti Landlæknis auk starfsréttinda.

 

Nýjasta og nýtt

20220513_140358_edited.jpg

Vopnabúrið kynnt á Félagsráðgjafaþinginu 2022

Vopnabúrið var kynnt á hinu árlega Félagsráðgjafaþingi þann 13. maí 2022 á Hilton Reykjavík Nordica við góðar undirtektir fagfólks.

Vopnabúr fyrir börn í vanda

Vopnabúrið er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda sem stofnað var af fyrrverandi lögreglumanninum og barnaverndarstarfsmanninum Birni Má Sveinbjörnssyni Brink. Hann segir úrræði fyrir þennan hóp ungmenna vanta og að nauðsynlegt sé að koma til móts við börnin og vinna með styrkleika þeirra.

193493087_916050492275243_8584819940809197721_n_edited_edited.jpg
192098713_511246023628245_3571241018250001238_n_edited_edited.jpg

Síðdegisútvarpið á RÚV tekur samtalið við framkvæmdarstjóra Vopnabúrsins

Síðdegisútvarpið hafði samband símleiðis við Bjössa til að taka stöðuna og hvernig viðtökurnar hafa verið eftir að úrræðið fór af stað.

Ný löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Þá fékk nýja löggjöfin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna loksins að líta dagsins ljós.  Vopnabúrið fellur vel að nýrri löggjöf og stendur m.a. fyrir samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun, forvörnum og síðast en ekki síst skaðaminnkandi áhrifum. Við viljum sjá Vopnabúrið hreiðra um sig í öllum sveitarfélögum landsins svo allir eigi rétt á sömu þjónustu, engin verður út undan.


%C3%81si%20me%C3%B0%20frumvarpi%C3%B0_edited_edited_edited.jpg
275327494_747751782889860_6139024394013233311_n_edited.jpg

Heimsókn Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra í Vopnabúrið

Stór dagur í Vopnabúrinu þar sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála komu í heimsókn. Þau sátu kynningu á úrræðinu sem vakti upp margar áhugaverðar spurningar og vangaveltur. Ljóst er að Vopnabúrið er aðsniðið að farsældarlögunum og á að vera sérúrræði fyrir barnafjölskyldur óháð aðstæðum og hvar fjölskyldan býr. Þá erum við að horfa til þess að þjónusta Vopnabúrsins komi sterkara inn á 1. og 2. stigum þjónustu þegar kemur að úrræðum fyrir barnafjölskyldur. 

Sagt er að góðir hlutir gerast hægt, að dropinn holi steininn og að þolinmæðin þrautir vinnur allar,,, þetta eru víst orð að sönnu þar sem við í Vopnabúrinu horfum björtum augum á komandi tíma og þær breytingar sem eru í vændum fyrir barnafjölskyldur.

Elko styrkir Vopnabúrið

Núna á dögunum var tölvuherbergi Vopnabúrsins uppfært með tveimur borðtölvum, leikjatölvusettum, leikjastólum ofl. Það gerir okkur kleift að mæta enn frekar þeim börnum og ungmennum sem sækja þjónustuna hjá okkur þegar kemur að tölvuleikjaspilun, tónlistar- og kvikmyndavinnslu ofl.

Elko á heiðurinn skilið fyrir að styrkja Vopnabúrið og erum við þeim afar þakklát fyrir vikið.

Elko styrkir Vopnabúrið_edited.jpg
Spilavinaherbergið.jpg

Spilavinir styrkja Vopnabúrið

Það gleður okkur að tilkynna það að Spilavinir eru komnir í samstarf við Vopnabúrið. Á dögunum komu þau frá Spilavinum færandi hendi með spil og bækur ásamt fl. sem gerir það að verkum að við getum mætt þeim skjólstæðingum enn frekar sem áhuga hafa á borðspilum, bókalestri ofl.

Spilavinir eiga heiður skilið fyrir frábært framtak og erum við þeim afar þakklát.

Daria styrkir Vopnabúrið með snyrtispeglum

Frábærar fréttir en fyrirtækið Daria styrkti Vopnabúrið á dögunum. Daria styrkti Vopnabúrið með snyrtispeglum sem koma geggjað vel út í snyrtherbergi Vbúrsins. Nú geta skjólstæðingar okkar án efa haft sig til og gott betur en það.


Frábært framtak hjá þeim og eiga þau heiður skilið fyrir vikið og erum við þeim þakklát.

219198136_2939692979580016_8222836998452952933_n.jpg
Terma.jpg

Terma styrkir Vopnabúrið með snyrtivörum

Frábærar fréttir en fyrirtækið Terma styrkti Vopnabúrið á dögunum. Terma styrkti Vopnabúrið með snyrtivörum sem koma skjólstæðingum okkur til góðra nota. 


Frábært framtak hjá þeim og eiga þau heiður skilið fyrir vikið og erum við þeim þakklát.

Crystal Nails styrkir Vopnabúrið

Þau hjá Crystal Nails styrktu Vopnabúrið á dögunum þar sem okkur langaði að mæta skjólstæðingum á öllu því sem tengist naglaásetningum. Við erum þeim þakklát fyrir vikið.

224998783_3019564464948082_6382276123833421306_n.jpg
223516299_261852915351612_3135334918209481111_n_edited.jpg

Nóa og Síríus styrkir Vopnabúrið

Nóa og Síríus kom færandi hendi með varning fyrir skjólstæðinga Vopnabúrsins, en tekið skal fram að þeir verði að vinna sér inn fyrir honum. Við erum Nóa og Síríus þakklát fyrir þeirra framlag til starfsins.

 

Úrræðaleitarvél

ERTU AÐ LEITA AÐ ÚRRÆÐI SEM HENTAR ÞÉR OG ÞÍNUM?

Ekki sækja vatnið yfir lækinn

Frábært framlag hjá Eitt líf þar sem þau settu upp gagnagrunn og leitarvél fyrir fjölskyldur í leit að úrræðum við hæfi. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og þú þarft ekki að sækja þér vatnið yfir lækinn.

Capture.JPG
 
 
Group Hike

TRAUST

Að trúa á einhvern og treysta er vandmeðfarið en í starfinu spilar traust stóran þátt. Með gagnkvæmri virðingu verður til traust. Með því að deila með sér gefur maður af sér til annarra og við það getur skapast traust. Svo hægt sé að njóta að fullu ávaxta erfiðis er lykillinn að deila og njóta með öðrum. Traust verður til með því að sýna í orði og verki að það skilji til hvers er ætlast til af því.

Að öðlast viðurkenningu fyrir verk sín skapar traust. Að veita því sérstaka athygli sem er dýrmætt og jákvætt í fari einstaklinga getur leitt af sér endalausa uppsprettu hæfileika, færni og hugmynda sem mikilvægt er að hlúa að, besta og þróa áfram. Eitt hrós getur skipt sköpum og kveikt neista innra með og laðað fram það besta í fari einstaklinga. Þakklæti er lykilorðið.

Ummæli skjólstæðinga Vopnabúrsins

 

Frábært úrræði sem virkar og gefur af sér. Sonur minn átti við hegðunar og fíknivanda að stríða og Bjössi breytti lífsstíl og hugafari hans til frambúðar og gaf syni mínum dýrmæta gjöf sem heldur áfram að gefa það sem eftir er. Þau gildi sem Vopnabúrið stendur fyrir eru svo sannarlega orð að sönnu: virðing, traust og auðmýkt. Nýr dagur - Ný tækifæri... Takk fyrir okkur Bjössi þú ert ENGILL í mannsmynd ;)

MÓÐIR