VOPNABÚRIÐ

NÝR DAGUR - NÝ TÆKIFÆRI

223635394_330053382105242_6362058513783788775_n_edited_edited.jpg
 

Vopnabúrið varð að veruleika

Frá því að vera starfandi lögreglumaður yfir 10 ára skeið í að starfa sem eftirlitsmaður fyrir barnavernd og síðar sem félagsráðgjafi í barnavernd og allt sem því fylgir fann ég fljótt málaflokk sem ég brenn fyrir auk þess sem minn bakgrunnur nýtur sín til fulls. Málaflokkurinn spannar vítt róf af hinum ýmsum birtingarmyndum ofbeldis yfir í hegðunar- og fíknivanda ungmenna sem glíma við fjölþættan vanda auk einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir.


Vopnabúrið er verkfærakista þar sem börnum og ungmennum er mætt þar sem þau eru stödd hverju sinni á jafningjagrundvelli. Að passa ekki inn í svokallaðan kassa þar sem samfélagið gerir ákveðnar kröfur er aðalmarkmið starfsins að finna styrkleika einstaklingsins og það sem hann brennur fyrir í gegnum tómstundir og áhugamál. Allir hafa eitthvað sem þeir brenna fyrir, vilja ná framförum og árangri í sem leiðir til betra jafnvægis í lífi og starfi.


Eftir hverju ertu að bíða, hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar.

 

Nýjasta og nýtt

193493087_916050492275243_8584819940809197721_n_edited_edited.jpg
192098713_511246023628245_3571241018250001238_n_edited_edited.jpg
%C3%81si%20me%C3%B0%20frumvarpi%C3%B0_edited_edited_edited.jpg

Vopnabúr fyrir börn í vanda

Vopnabúrið er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda sem stofnað var af fyrrverandi lögreglumanninum og barnaverndarstarfsmanninum Birni Má Sveinbjörnssyni Brink. Hann segir úrræði fyrir þennan hóp ungmenna vanta og að nauðsynlegt sé að koma til móts við börnin og vinna með styrkleika þeirra.

Síðdegisútvarpið á RÚV tekur samtalið við framkvæmdarstjóra Vopnabúrsins

Síðdegisútvarpið hafði samband símleiðis við Bjössa til að taka stöðuna og hvernig viðtökurnar hafa verið eftir að úrræðið fór af stað.

Ný löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Þá fékk nýja löggjöfin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna loksins að líta dagsins ljós.  Vopnabúrið fellur vel að nýrri löggjöf og stendur m.a. fyrir samþættri þjónustu, snemmtækri íhlutun, forvörnum og síðast en ekki síst skaðaminnkandi áhrifum. Við viljum sjá Vopnabúrið hreiðra um sig í öllum sveitarfélögum landsins svo allir eigi rétt á sömu þjónustu, engin verður út undan.


Elko styrkir Vopnabúrið_edited.jpg
Spilavinaherbergið.jpg
219198136_2939692979580016_8222836998452952933_n.jpg

Elko styrkir Vopnabúrið

Núna á dögunum var tölvuherbergi Vopnabúrsins uppfært með tveimur borðtölvum, leikjatölvusettum, leikjastólum ofl. Það gerir okkur kleift að mæta enn frekar þeim börnum og ungmennum sem sækja þjónustuna hjá okkur þegar kemur að tölvuleikjaspilun, tónlistar- og kvikmyndavinnslu ofl.

Elko á heiðurinn skilið fyrir að styrkja Vopnabúrið og erum við þeim afar þakklát fyrir vikið.

Spilavinir styrkja Vopnabúrið

Það gleður okkur að tilkynna það að Spilavinir eru komnir í samstarf við Vopnabúrið. Á dögunum komu þau frá Spilavinum færandi hendi með spil og bækur ásamt fl. sem gerir það að verkum að við getum mætt þeim skjólstæðingum enn frekar sem áhuga hafa á borðspilum, bókalestri ofl.

Spilavinir eiga heiður skilið fyrir frábært framtak og erum við þeim afar þakklát.

Daria styrkir Vopnabúrið með snyrtispeglum

Frábærar fréttir en fyrirtækið Daria styrkti Vopnabúrið á dögunum. Daria styrkti Vopnabúrið með snyrtispeglum sem koma geggjað vel út í snyrtherbergi Vbúrsins. Nú geta skjólstæðingar okkar án efa haft sig til og gott betur en það.


Frábært framtak hjá þeim og eiga þau heiður skilið fyrir vikið og erum við þeim þakklát.

Terma.jpg
224998783_3019564464948082_6382276123833421306_n.jpg
223516299_261852915351612_3135334918209481111_n_edited.jpg

Terma styrkir Vopnabúrið með snyrtivörum

Frábærar fréttir en fyrirtækið Terma styrkti Vopnabúrið á dögunum. Terma styrkti Vopnabúrið með snyrtivörum sem koma skjólstæðingum okkur til góðra nota. 


Frábært framtak hjá þeim og eiga þau heiður skilið fyrir vikið og erum við þeim þakklát.

Crystal Nails styrkir Vopnabúrið

Þau hjá Crystal Nails styrktu Vopnabúrið á dögunum þar sem okkur langaði að mæta skjólstæðingum á öllu því sem tengist naglaásetningum. Við erum þeim þakklát fyrir vikið.

Nóa og Síríus styrkir Vopnabúrið

Nóa og Síríus kom færandi hendi með varning fyrir skjólstæðinga Vopnabúrsins, en tekið skal fram að þeir verði að vinna sér inn fyrir honum. Við erum Nóa og Síríus þakklát fyrir þeirra framlag til starfsins.

 

Úrræðaleitarvél

ERTU AÐ LEITA AÐ ÚRRÆÐI SEM HENTAR ÞÉR OG ÞÍNUM?

Ekki sækja vatnið yfir lækinn

Frábært framlag hjá Eitt líf þar sem þau settu upp gagnagrunn og leitarvél fyrir fjölskyldur í leit að úrræðum við hæfi. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og þú þarft ekki að sækja þér vatnið yfir lækinn.

Capture.JPG
 
 
Group Hike

TRAUST

Að trúa á einhvern og treysta er vandmeðfarið en í starfinu spilar traust stóran þátt. Með gagnkvæmri virðingu verður til traust. Með því að deila með sér gefur maður af sér til annarra og við það getur skapast traust. Svo hægt sé að njóta að fullu ávaxta erfiðis er lykillinn að deila og njóta með öðrum. Traust verður til með því að sýna í orði og verki að það skilji til hvers er ætlast til af því.

Að öðlast viðurkenningu fyrir verk sín skapar traust. Að veita því sérstaka athygli sem er dýrmætt og jákvætt í fari einstaklinga getur leitt af sér endalausa uppsprettu hæfileika, færni og hugmynda sem mikilvægt er að hlúa að, besta og þróa áfram. Eitt hrós getur skipt sköpum og kveikt neista innra með og laðað fram það besta í fari einstaklinga. Þakklæti er lykilorðið.

Ummæli skjólstæðinga Vopnabúrsins

 

Frábært úrræði sem virkar og gefur af sér. Sonur minn átti við hegðunar og fíknivanda að stríða og Bjössi breytti lífsstíl og hugafari hans til frambúðar og gaf syni mínum dýrmæta gjöf sem heldur áfram að gefa það sem eftir er. Þau gildi sem Vopnabúrið stendur fyrir eru svo sannarlega orð að sönnu: virðing, traust og auðmýkt. Nýr dagur - Ný tækifæri... Takk fyrir okkur Bjössi þú ert ENGILL í mannsmynd ;)

MÓÐIR

 

Persónuverndarstefna
Vopnabúrsins

Judge's Table

Vopnabúrið ehf kappkostar að tryggja vernd persónuupplýsinga og að vinnsla þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur samkv. lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Persónuverndarstefna Vopnabúrsins tekur til allra vinnslu persónuupplýsinga um skjólstæðinga sem nýta sér úrræði Vopnabúrsins, aðstandendur þeirra, lykilstofnanana, umsækjenda um störf og starfsmenn. Megin tilgangur persónuverndarstefnu Vopnabúrsins er að upplýsa almenning um hvernig upplýsingum er aflað og hvernig þær eru meðhöndlaðar í úrræðinu og öllu því starfi sem því fylgir.

Persónuupplýsingar eru sérhverjar upplýsingar um persónugreindan eða persónu-greinanlegan einstakling. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.


Vinnsla persónuupplýsinga vísar til aðgerðar eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki. Þá er um að ræða upplýsingum sem aflað er fyrir skjólstæðinga og aðstandendur þeirra, upplýsingar fyrir umsækjendur um störf hjá Vopnabúrinu auk upplýsinga fyrir starfsmenn úræðsins.

Þess ber að geta að heimasíða Vopnabúrsins ehf er uppsett og keyrð af erlendu fyrirtæki sem ber heitið wix.com. Sú þjónusta sem wix.com býður upp á er m.a. sú að við heimsóknir einstaklinga inn á heimsíðu Vopnabúrsins vistast fótspor þeirra sem mögulegt er að vinna með. Tekið skal fram að slík fótspor er ekki unnið með sem slíkt.

Þeir einstaklingar/skjólstæðingar sem  Vopnabúrið vinnur persónuupplýsingar um eiga rétt á að fá upplýsingar og/eða aðgang að persónuupplýsingum um þá sjálfa sem Vopnabúrið hefur undir höndum. Þeir eiga hvenær sem er rétt á að afturkalla samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem byggð er á samþykki. Þeir eiga einnig rétt á að óska eftir að láta leiðrétta, eyða eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga um sig eða andmæla slíkri vinnslu. Í ákveðnum tilvikum geta þeir einnig átt rétt á flutningi persónuupplýsinga sem þeir hafa látið Vopnabúrið í té til annars ábyrgðaraðila. Framangreindum réttindum kunna þó að vera sett takmörk í gildandi lögum og reglum.

Sé óskað nánari upplýsingar um framangreint skal hafa samband við persónuverndarfulltrúa Vopnabúrsins, Tinna Dahl ,rekstrar- og mannauðsstjóra (tinna@vopnaburid.is).


Einnig er hægt að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is, postur@personuvernd.is) ef talið er að Vopnabúrið hafi ekki virt réttindi einstaklinga við meðferð á persónuupplýsingum þeirra.

Vopnabúrið ehf áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu þessari eftir því sem þurfa þykir. Nýjasta útgáfa persónuverndarstefnunnar er birt á vefsíðu Vopnabúrins hverju sinni.

Persónuverndarstefna þessi var sett 4. apríl 2021.